Mikill skortur á þjálfun og reynslu

Zetan er nú orðin að tákni Úkraínustríðsins og stuðningsmanna Rússlandsforseta.
Zetan er nú orðin að tákni Úkraínustríðsins og stuðningsmanna Rússlandsforseta. AFP/STRINGER

Hernaðarsérfræðingar og vestrænar leyniþjónustur halda áfram að fylgjast grannt með aðferðum þeim sem rússneskt innrásarlið beitir í Úkraínu. Og þessar aðferðir þykja margar benda til að stór hluti heraflans búi yfir afar takmarkaðri þjálfun og reynslu af vopnuðum átökum. Kann það að skýra hvers vegna tveir rússneskir hershöfðingjar og enn fleiri háttsettir yfirmenn hersins hafa þegar fallið í Úkraínustríðinu. Þeir hafi hugsanlega verið sendir í fremstu víglínu því átakanlegur skortur virðist vera á reynslu þar og leiðsögn.

Birti hér þrjár stillur úr myndbandi sem tekið var úr dróna á vegum Úkraínuhers, dróni sem hugsanlega nýttist þeim við þá árás sem nú verður farið yfir.