Uppgjörið við Albright

Albright á blaðamannafundi árið 1998. Hún var vön að bera …
Albright á blaðamannafundi árið 1998. Hún var vön að bera nælu í barminum og valdi af kostgæfni nælu sem hæfði hverju tilefni. Eftir að hirðskáld Saddams Husseins kallaði hana „nöðru í sérflokki“ gætti hún þess að skreyta sig með nælu í formi snáks sem vefur sig utan um grein á öllum fundum með fulltrúum Íraksstjórnar. AFP/William Philpott

Hún var ein valdamesta kona heims og stýrði utanríkisstefnu Bandaríkjanna á erfiðu tímabili í sögunni. Margir hafa dáðst að Madeleine Albright en hún gerði þó ekki allt rétt.

Það var meira en blæbrigðamunur á þeim minningargreinum sem fjölmiðlar á Vesturlöndum skrifuðu um Madeleine Albright og þeim greinum sem birtust í fjölmiðlum í Mið-Austurlöndum.

Albright lést á miðvikudag í síðustu viku af völdum krabbameins. Hún var 84 ára gömul.

Grein New York Times undirstrikaði hvað Albright var afburðafær sem diplómati; hvers manns hugljúfi og fyrst kvenna til að gegna embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Al Jazeera birti hins vegar grein með yfirskriftina: „Minnumst Madeleine Albright fyrir það hver hún var í reynd“: