Var Moskva fórnarlamb árásar eða vanrækslu?
Eldflaugabeitiskipið Moskva var yfirgefið í flýti eftir að mikill eldur kom upp í vopnageymslum skipsins seint í fyrradag. Skömmu áður sendi loftskeytamaður neyðarkall og óskaði eftir tafarlausri aðstoð. Í fyrstu var talið að skipið myndi sökkva á skömmum tíma en nú hefur Hvíta húsið gefið það út að svo virðist sem reynt hafi verið að draga það til hafnar í Sevastópol á Krímskaga. Var þá eldur að öllum líkindum enn laus um borð. Skipið er nú sagt sokkið. Orsök eru óljós – Úkraínumenn segjast hafa hæft Moskvu með tveimur öflugum skipaflaugum en Rússar gáfu út yfirlýsingu sem þykir benda til einhvers konar óhapps um borð eða vanrækslu. Hvort heldur sem er, þá hefur rússneski sjóherinn með þessu orðið fyrir alvarlegum álitshnekki.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.