Var hugsanlega með kjarnavopn um borð
Allt virðist benda til þess að eldflaugabeitiskipinu Moskvu hafi verið grandað af úkraínskum hersveitum og virðist skipið hafa farist með nær allri sinni áhöfn. Um borð voru að líkindum allt að 510 manns, yfirmenn og sjóliðar. Svo virðist sem einungis 58 hafi komist lífs af, sumir þeirra alvarlega slasaðir. Á meðal hinna látnu er Anton Valeryevich Kuprin skipherra sem sagður er hafa fallið inni í brú skipsins. Hann var 44 ára. Nú er talið að eldflaugabeitiskipið hafi verið með minnst tvær öflugar skipaflaugar um borð þegar það fórst, flaugar sem útbúnar eru kjarnaoddum. Gera má ráð fyrir því að rússneski sjóherinn muni leggja allt kapp á að endurheimta kjarnavopnin svo þau endi ekki í höndunum annarra.
Moskva var á sínum tíma sérstaklega hönnuð til að takast á við flugmóðurskipaflota bandaríska sjóhersins í kalda stríðinu. Og til að eiga möguleika á að sökkva bandarísku flugmóðurskipi í svo gott sem einu...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.