Bandaríkin stórauka hernaðaraðstoð sína

Bandarískir hermenn hleypa af hinni gríðaröflugu Howitzer-stórskotaliðsfallbyssu.
Bandarískir hermenn hleypa af hinni gríðaröflugu Howitzer-stórskotaliðsfallbyssu.

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákveðið að hefja aftur þjálfun úkraínskra hermanna. Hefur þjálfunin legið niðri síðastliðnar sjö vikur, eða allt frá því að innrásarlið Pútíns Rússlandsforseta hóf sókn sína inn í landið. Auk þessa munu Bandaríkin styðja við bakið á Úkraínu með vopnasendingum og er aðstoðin í heildina metin á um 800 milljón dali. Meðal þeirra vopna sem Úkraínumönnum verða gefin er hin gríðaröfluga Howitzer-stórskotaliðsfallbyssa og mun þetta vera í fyrsta skipti sem Bandaríkin senda annarri þjóð stórskotaliðsfallbyssu sem hernaðaraðstoð. Spennan á milli Rússlands og Vesturlanda mun vafalaust ekki minnka við þessi tíðindi.