Bandaríkin stórauka hernaðaraðstoð sína
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákveðið að hefja aftur þjálfun úkraínskra hermanna. Hefur þjálfunin legið niðri síðastliðnar sjö vikur, eða allt frá því að innrásarlið Pútíns Rússlandsforseta hóf sókn sína inn í landið. Auk þessa munu Bandaríkin styðja við bakið á Úkraínu með vopnasendingum og er aðstoðin í heildina metin á um 800 milljón dali. Meðal þeirra vopna sem Úkraínumönnum verða gefin er hin gríðaröfluga Howitzer-stórskotaliðsfallbyssa og mun þetta vera í fyrsta skipti sem Bandaríkin senda annarri þjóð stórskotaliðsfallbyssu sem hernaðaraðstoð. Spennan á milli Rússlands og Vesturlanda mun vafalaust ekki minnka við þessi tíðindi.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.