Veiran breytist en stjórnvöld ekki
Það er alkunna að ráðamenn í Peking leggja mikinn metnað í að stýra umræðunni á kínverska internetinu og eru bæði fólk og forrit á vakt allan sólarhringinn, tilbúin að kippa í burtu hvers kyns efni sem storkar eða stangast á við málstað kommúnistaflokksins.
Færslur um sjálfstæði Tíbets og Taívans fá ekki að sjást, og sama gildir um færslur sem minnast t.d. á fjöldamorðið sem framið var á Torgi hins himneska friðar, eða þær ofsóknir sem meðlimir Falun Gong þurfa að sæta. Þá má helst ekki viðra óánægju með spillingu og vanhæfni innan kínversku stjórnsýslunnar, fautaskap kínversku lögreglunnar, eða hvers kyns hneykslismál sem gætu látið stjórnvöld líta illa út.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.