Dómsdagsvél á flugi yfir Moskvu
Moskvuvaldið hefur nú dustað rykið af einum af sínum risum úr kalda stríðinu, flugvél af gerðinni Ilyushin Il-80. Sást vélin í lágflugi yfir rússnesku höfuðborginni en flugvél þessari er afar sjaldan flogið. Il-80 er sérstaklega hönnuð með það í huga að vera stjórnstöð rússneska hersins í kjarnastríði og því oft kölluð „dómsdagsvél“ í daglegu tali. Atlantshafsbandalagið (NATO) kallar vélina hins vegar „Maxdome“. Fullvíst er talið að Il-80 muni taka þátt í hátíðarhöldum 9. maí nk., þegar Rússar halda upp á sigurdaginn svonefnda. Er þess þá minnst þegar Sovétríkin sálugu unnu sigur á Þriðja ríki Þýskalands 1945. Með flugi Il-80 eru Rússar vafalítið að senda ríkjum NATO skilaboð um að láta af stuðningi sínum við Úkraínumenn.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.