Þegar skjaldbökurnar kusu apakött

Stúlka í fátækrahverfi í Manila gengur fram hjá auglýsingum frambjóðenda. …
Stúlka í fátækrahverfi í Manila gengur fram hjá auglýsingum frambjóðenda. Marcosar-ættin er aftur komin til valda á Filippseyjum eftir 36 ára hlé. AFP

Á meðan íslenskir foreldrar lesa söguna um litlu gulu hænuna fyrir börn sín segja foreldrar á Filippseyjum börnunum sínum dæmisöguna um apaköttinn og skjaldbökuna. Ang Pagong at ang Matsing:

Apaköttur og skjaldbaka sáu bananatré fljóta niður á. Þau náðu trénu á land en bæði vildu eiga tréð og úr varð að búta það í tvennt.

Þvert á mótmæli skjaldbökunnar hrifsaði apakötturinn, verandi sterkari, efri hluta plöntunnar með laufunum og ávöxtunum, og gróðursetti í garðinum sínum. Skjaldbakan tók neðri hlutann, með rótunum, og gróðursetti hjá sér.

Þar sem laufhlutinn, sem apakötturinn tók, var ekki með neinar rætur drapst plantan en rótarhlutinn sem skjaldbakan gróðursetti óx og dafnaði.