Bitcoin olli ekki vanda El Salvador

Nayib Bukele hugsar út fyrir boxið til að reyna að …
Nayib Bukele hugsar út fyrir boxið til að reyna að laga ónýtt land. AFP

Mið-Ameríkuríkið El Salvador hefur verið í fréttum undanfarna daga og fyrirsagnirnar verið á þá leið að vegna veikingar bitcoin stefni landið lóðbeint í greiðsluþrot. Tap af bitcoinviðskiptum magnar upp áhyggjur af yfirvofandi greiðsluþoti á forsetavakt Nayibs Bukele skrifaði Wall Street Journal. Bitcoin-tap El Salvador jafngildir næstu skuldabréfaafborgun sló Bloomberg upp í fyrirsögn. Meira að segja Vísir lagði orð í belg: El Salvador á barmi greiðslufalls vegna bitcoin-hruns.

Til að gera langa sögu stutta hefur enn ein sveiflan í verði bitcoin sáralítið að gera með bágborið efnahagsástand El Salvador og fréttaflutningur WSJ, Bloomberg og Vísis stenst ekki skoðun.