Staða Rússlands mun aðeins versna
Úkraínski herinn samanstendur af „atvinnumönnum“ sem staðráðnir eru í að „berjast til síðasta manns“. Staða rússneska hersins mun „einungis versna,“ enda er „allur heimurinn á móti okkur“. Þetta sagði Mikhaíl Khodarenok, fyrrverandi ofursti í rússneska hernum og álitsgjafi þar í landi um hernaðarleg málefni, í beinni útsendingu í rússneska ríkissjónvarpinu. Síðar birtist þessi sami maður í fjölmiðlum á ný en þá bar við allt annan tón. Voru Rússar þá afar nálægt sigri í Úkraínustríðinu.
Það að fyrrverandi yfirmaður hersins hafi skotið stríðsbrölt Moskvuvaldsins niður í beinni sjónvarpsútsendingu verður að teljast einstakt í Rússlandi. Fréttamiðlar þar eru ekki þekktir fyrir gagnrýni sína í garð stjórnvalda. Þá má einnig geta þess sérstaklega að Mikhaíl þótti fyrir þetta afar virtur álitsgjafi með óflekkaðan feril innan hersins. Orð hans vega því þungt í eyrum þeirra tug milljóna Rússa sem fá upplýsingar sínar frá...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.