Auðugt líf og þróttmikið starf
„Pólitík og prestsskapur eru náskyld verkefni. Inntak beggja eru samskipti við fólk, boða málstað og vinna góðum málum í þágu samfélagsins brautargengi,“ segir sr. Magnús Magnússon, prestur og sveitarstjórnarmaður í Húnaþingi vestra. Nú fyrr í vikunni var gengið frá myndun meirihluta í sveitarstjórn þar nyrðra, með samstarfi sjálfstæðismanna og óháðra og svplista Framsóknarflokks og framfarasinna. Með samkomulagi sem fyrir liggur verður Magnús formaður byggðaráðs, en á þeim vettvangi eru stóru línurnar í rekstri og framkvæmdum sveitarfélagsins lagðar og helstu ákvarðanir undirbúnar.
Magnús er á heimavelli í Húnaþingi vestra, hvar þau Berglind Guðmundsdóttir kona hans búa á Lækjarbakka í Miðfirði. Sá samastaður þeirra er nýbýli út úr jörðinni Staðarbakka II, þar sem Magnús ólst upp hjá foreldrum sínum og í átta systkina hópi. Staðarbakki er kirkjustaður, en það umhverfi og trúarlegt uppeldi segir Magnús að hafi myndað og mótað viðhorf sín til lífs og tilveru.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.