Álíka bylting og að fara úr skinnskónum
Bubbi Morthens er þekktur fyrir tónlist sína og textasmíð, en líka fyrir veiði- og bíladellu. Undanfarna áratugi hefur hann verið jeppakall og þá eðlilega á jeppum með sprengihreyfil, dísil eða bensín, enda ekki annað í boði. Þegar bílaframleiðandinn Jaguar kynnti sinn fyrsta rafbíl var Bubbi ekki lengi að skipta og ekur nú á Jaguar I-Pace.
Í upphafi spjalls okkar rifjar hann upp að Agnar Agnarsson vinur hans hafi flutt inn fyrsta alvörurafbílinn á Íslandi. „1981 eða 1982 var hann að segja að rafmagnsbílar væru framtíðin og ég man að ég hugsaði: þetta er bara rugl, hann er geggjaður,“ segir Bubbi, en það sé löngu ljóst að Agnar hafði rétt fyrir sér.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.