Kaflaskil frekar en sögulok
Þeim sem þekkja mjög vel til í rekstri Meta, móðurfélags Facebook, var sennilega ekki brugðið við tíðindin þegar Sheryl Sandberg tilkynnti í byrjun þessa mánaðar að hún hygðist láta af störfum sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Í fjórtán ár hefur Sandberg stýrt uppbyggingu samfélagsmiðilsins og tekist að gera auglýsingakerfi Facebook að peningaprentvél, en hún hefur líka þurft að þola sinn skerf af óvæginni gagnrýni og margoft verið andlit fyrirtækisins út á við á erfiðum tímum. Sá kvittur hafði verið á kreiki í Kísildal að Sandberg væri orðin þreytt á baslinu og að togstreita væri tekin að myndast í sambandi hennar og Marks Zuckerbergs, stofnanda og forstjóra Facebook.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.