Það eru nokkrir svanir eftir
Tónlistarmaðurinn og Stuðmaðurinn góðkunni, Valgeir Guðjónsson, og kona hans Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, námsráðgjafi og rithöfundur, starfrækja menningarhús fjölskyldunnar, Bakkastofu, á Eyrarbakka. Þar bjóða þau upp á dagskrá sem er blanda af tónlist, samveru og sögustundum. Tónlistin og textar eru öll eftir Valgeir en Ásta er sérfróð um menningararfinn á 19. öld. Þegar gestir eru erlendir og enskumælandi flytur Valgeir aðallega tónlist úr Saga Musica bálki sínum sem nær lengra aftur, eða til landnáms Íslands með sterka tilvísun í Íslendingasögur og goðafræði. Valgeir segist ungur hafa heillast af uppruna þjóðar og spændi í sig Íslendingasögurnar sem barn. Áhuginn minnkaði ekki með árunum og árið 1991 sigldi hann með víkingaskipinu Gaiu frá Noregi til Orkneyja sem var mikið ævintýri.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.