Sá besti allra tíma
Snókergoðsögnin Ronnie O'Sullivan komst í fréttir í vikunni þegar hann lýsti yfir því að Kínverjar væru í kjörstöðu til að „einoka“ snókeríþróttina og nú þegar væru komnir fram þrír til fjórir spilarar, sem hefðu allt til að bera til að verða heimsmeistarar.
O'Sullivan ætti að vita það. Hann hefur orðið heimsmeistari sjö sinnum, nú síðast í maí. Orðin lét hann falla af því tilefni að hann var staddur í Singapúr til að opna nýja snókerakademíu í sínu nafni. Hann sagði um leið að íþróttin ætti gróskutíma fyrir höndum í Asíu.
Akademían er ætluð fyrir efnilega snókerspilara í Asíu og telur O'Sullivan að þar séu allar forsendur til að auka vinsældir greinarinnar.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.