Gestir lækka ósjálfrátt róminn
Fyrr í mánuðinum opnaði Brimborg nýjan sýningarsal fyrir Polestar. Salurinn þykir einkar vel heppnaður, enda var hugað að minnstu smáatriðum við hönnun hans og smíði.
Er óhætt að segja að umgjörðin hæfi bifreiðunum frá Polestar vel en bæði bílablaðamenn og neytendur hafa kolfallið fyrir þessu nýja merki á rafbílamarkaði: „Fólk dregst að bílnum og fellur fyrir hönnuninni en einnig er um einkar vandaða framleiðslu að ræða líkt og má sjá af áferð og frágangi,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, og bætir við að skýringin sé ef til vill að hluta sú að Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar, er eini stjórnandi stórs bílaframleiðanda sem er bílahönnuður að mennt. „Þá þykir akstursupplifunin mjög góð og heldur bíllinn vel utan um ökumann og farþega, og er Polestar bæði rásfastur og kraftmikill.“
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.