Hvernig er best að bregðast við kreppu?
Á þessu ári hefur risastór skuggi lagst yfir markaði og taugatitringurinn magnast upp hjá fjárfestum. Um allan heim er verðbólgan á uppleið, seðlabankarnir eru byrjaðir að hækka stýrivexti og hlutabréfavísitölur eru í frjálsu falli.
„Eins og ég sagði um þróunina árið 2008, þá er þetta eins og að horfa á flugvél brotlenda. Það er sársaukafullt að fylgjast með, ekkert ánægjulegt við þessa þróun, og ég er ekki brosandi,“ skrifaði markaðsgreinandinn snjalli Michael Burry á Twitter í maí.
Burry er frægastur fyrir að hafa séð það snemma að risastór bóla var að blása út á bandarískum fasteignalánamarkaði á 10. áratugnum. Hann veðjaði á að bólan myndi springa og stórgræddi á fjármálakreppunni 2007 og 2008.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.