Þolið þér storma, frú Norma?
Ana de Armas segir ekki margt í stiklunni fyrir Blonde, sem kom fyrir sjónir almennings á dögunum, en speglar sig, setur upp kvíðafullan svip og flissar á endanum þeim mun meira meðan förðunarmeistarinn breytir henni úr Normu Jeane Mortensen í Marilyn Monroe. Það rímar við yfirlýsingar leikstjórans, Andrews Dominiks, þess efnis að handrit þessarar nýjustu kvikmyndar hans sé ekki þrútið af samtölum, heldur sé saga Marilyn Monroe sögð gegnum holskeflu myndbrota og atburða.
„Hvers vegna er Marilyn Monroe stærsta kveníkon 20. aldarinnar?“ spurði hann þegar hann kynnti verkefnið fyrst árið 2010. „Karlar girnast hana kynferðislega og telja sig nauðsynlega þurfa að bjarga henni meðan konur sjá kristallast í henni allt ranglætið sem hellst hefur yfir kyn þeirra gegnum tíðina, systur eða Öskubusku sem er dæmd til að lifa og hrærast í öskustónni.“
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.