Valdið fært nær almenningi
Eftir að við hjónin fluttum til Parísar hef ég tekið upp á því að grúska í tónlistarsögu Frakklands á 19. öld.
Þetta var umrótatímabil fyrir bæði Frakkland og alla Evrópu, jafnt á stjórnmála- og listasviðinu, en upp úr tíðarandanum einmitt hér í París spruttu mörg af heimsins fegurstu tónverkum. Það er líka kitlandi að sjá hvernig saga frönsku tónskáldanna fléttast saman; allt frá Berlioz til Ravels, og vantar ekki franska hámenningardramað í frásagnir af streði og átökum frönsku meistaranna. Þegar þeir voru ekki að lofa hver annan og prísa, voru þeir gjarnir á að rífast um hver hefði stolið frá hverjum og þeir skiptust á að strunsa hneykslaðir út af tónleikum og óperusýningum. Þá vantaði ekki heldur kryddið í einkalíf tónskáldanna og ástarmál þeirra ollu oft mikilli hneykslan.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.