Fáir höfðu trú á framtakinu

Bob Geldof tekur lagið með Boomtown Rats á tónleikunum á …
Bob Geldof tekur lagið með Boomtown Rats á tónleikunum á Wembley. AFP/PA

Live Aid voru tónleikarnir kallaðir og eru fyrir löngu orðnir frægir. Tónleikarnir og ýmislegt í kringum uppátækið skilaði geysilegum upphæðum sem sannarlega björguðu mannslífum í Eþíópíu. Þar sem framtakið er jafn þekkt og raun ber vitni þá kann að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir að fáir höfðu trú á því að tónleikarnir yrðu að veruleika á sínum tíma. Fyrir vikið höfðu tónlistarmennirnir engan sérstakan áhuga á að vera með þótt málstaðurinn væri góður. Farið var yfir margar erfiðar hindranir þótt tónleikarnir hafi að stærstu leyti heppnast vel og þar með söfnunin sem var aðalatriðið.