„Dýrt ef áætlunin raskast“

Beðið í röð á flugvelli í BNA. Ferðasumarið hefur byrjað …
Beðið í röð á flugvelli í BNA. Ferðasumarið hefur byrjað með látum og bæði flugvellir og flugfélög átt erfitt með að ráða við álagið. Hægt gengur að manna stöður og tekur tíma að þjálfa og öryggisvotta nýja starfsmenn. AFP

Ekkert lát er á vandræðum flugfélaga og flugvalla í Norður-Ameríku og Evrópu og reglulega berast fréttir sem sýna langar biðraðir í flugstöðvarbyggingum og heilu breiðurnar af töskum sem ekki komust á áfangastað á réttum tíma. Mannekla, verkföll og tæknilegir örðugleikar hafa valdið alls kyns töfum og erfiðleikum með tilheyrandi tjóni fyrir flugfélögin sem sitja uppi með kostnaðinn af niðurfellingu fluga og greiðslu bóta til óánægðra farþega.

Í Bandaríkjunum sá t.d. flugfélagið Delta sig knúið til að fella niður 50 flugferðir á dag frá Newark-flugvelli en þar hefur þjónustan raskast vegna skorts á flugumferðarstjórum. Í síðustu viku varð verkfall flugmanna til þess að SAS neyddist til að aflýsa um það bil helmingi flugferða og bæði lággjaldaflugfélögin EasyJet og Ryanair sjá fram á hrinu verkfalla í sumar. Vegna mönnunarvanda ákvað British Airways fyrr í þessum mánuði að fella niður 10.300 flugferðir á tímabilinu ágúst til október og hefur flugfélagið þá fellt niður um það...