Einfalda þarf stjórnskipulag

Björn Zoëga, fv. forstjóri Landspítalans, hefur verið skipaður formaður stjórnar …
Björn Zoëga, fv. forstjóri Landspítalans, hefur verið skipaður formaður stjórnar spítalans. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Einfalda þarf stjórnskipulag Landspítalans og til lengri tíma þarf að breyta því hvernig hann er fjármagnaður til að hann geti staðið í fremstu röð í samanburði við önnur ríki.

Þetta segir Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, í samtali við Morgunblaðið. Björn var í gær skipaður stjórnarformaður Landspítalans samhliða því sem ný stjórn var skipuð. Hann hefur frá því í desember jafnframt sinnt starfi ráðgjafa heilbrigðisráðherra samhliða störfum sínum á Karolinska, hvar hann mun áfram starfa sem forstjóri.

„Landspítalinn hefur um nokkurt skeið staðið frammi fyrir ýmsum áskorunum og það er því ýmislegt sem þarf að gera til efla starfsemi og rekstur sjúkrahússins, auka þjónustu við sjúklinga sem og starfsánægju,“ segir Björn, spurður um helstu verkefnin framundan.