„Má líkja þessu við brunahana“
„Þetta er einfaldlega liður í því að tryggja enn frekar ásamt öðru að Bandaríkin séu í stakk búin til þess að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Íslandi í samræmi við varnarsamninginn á milli landanna,“ segir Hjörtur J. Guðmundsson, sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur, í samtali við Morgunblaðið.
Auglýsing frá Ríkiskaupum birtist í fjölmiðlum á miðvikudaginn fyrir hönd utanríkisráðuneytisins og varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar þar sem vakin var athygli á upplýsingabeiðni „í tengslum við fyrirhugað útboð á byggingu vöruhúsa fyrir bandaríska flugherinn á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli“. Hefur flugherinn óskað eftir framlagi upp á 94 milljónir bandaríkjadala á fjárlögum næsta árs vegna framkvæmdanna eða sem nemur tæplega 13 milljörðum íslenskra króna.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.