Veita 30% afslátt á nóttunni
Í byrjun þessarar viku hóf orkusalinn og nýsköpunarfyrirtækið Straumlind að bjóða verulegan afslátt af rafmagni á nóttunni. Er þetta gert til að koma betur til móts við eigendur rafbíla og um leið dreifa betur álagi á orkuinnviði.
Símon Einarsson er framkvæmdastjóri Straumlindar en fyrirtækið hóf rekstur fyrir tveimur árum og hefur þegar fengið til sín mikinn fjölda notenda, m.a. í krafti þess að bjóða allt að 37% ódýrara rafmagn en sumir keppinautar.
Ekki allar dreifiveitur snjallvæddar
Símon segir að til að byrja með muni aðeins viðskiptavinir Straumlindar á dreifisvæði HS veitna geta nýtt sér næturtilboðið. „Aðrar dreifiveitur eru að vinna í því að uppfæra kerfi sín svo að nýta megi til fullnustu eiginleika snjallmæla,“ segir hann um forsendur þess að geta mælt rafmagnsnotkun á ólíkum tímum sólarhringsins.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.