Paradísareyjan sem ógæfan eltir

Glaðbeittur mótmælandi heldur fána Srí Lanka á lofti fyrir framan …
Glaðbeittur mótmælandi heldur fána Srí Lanka á lofti fyrir framan forsetahöllina. Þjóðin er fegin að losna við Rajapaksa-ættina en ástand hagkerfisins verður lengi að skána. AFP

Það er vísindaleg staðreynd að hápunkti tónlistarmenningar 9. áratugarins var náð í apríl 1982 þegar þeir Simon Le Bon, Nick Rhodes, Roger Taylor, John Taylor og Andy Taylor lentu á eyjunni Srí Lanka.

Duran Duran hafði slegið í gegn árið 1981 með samnefndri plötu. Tökum á plötunni Rio var nýlokið þegar strákarnir voru sendir með hraði til Asíu til að gera nokkur tónlistarmyndbönd. Ástralinn Russell Mulchay (sem síðar átti eftir að leikstýra fyrstu Highlander-myndinni) stjórnaði verkefninu. Rétt eins og strákarnir í bandinu var hann kornungur en hafði samt afrekað að gera myndbönd fyrir m.a. Paul McCartney, Elton John og Ultravox.