Það stefnir í erfiðan vetur í Evrópu
Því fylgja ýmsir ókostir að búa í Frakklandi. Verst af öllu er hvað frönsk stjórnvöld eru skattglöð og er það raunar mesta furða að hjól atvinnulífsins nái að hreyfast í ljósi þess hvað regluverkið er allt flókið, smásmugulegt og íþyngjandi. Það eru engar ýkjur að frumkvöðull sem hyggst stofna fyrirtæki í Frakklandi þarf fyrst af öllu að ráða sér lögfræðing og endurskoðanda.
Það gerir lífið í París ögn bærilegra að sköttum á áfengi er stillt í hóf og framboðið mikið á ómótstæðilegu bakkelsi og ostum. Þessu tengt, þá er mig tekið að gruna að eitthvað sé bogið við franskar þvottavélar því á þeim fáu mánuðum sem liðnir eru frá því við hjónin settumst að í París finnst mér eins og fötin mín hafi hlaupið lítilsháttar í þvotti svo að ég passa ekki í þau með góðu móti.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.