„Markmiðið var að vinna“

Perla Sól Sigurbrandsdóttir með bikarinn og íslenska fánann eftir sigurinn …
Perla Sól Sigurbrandsdóttir með bikarinn og íslenska fánann eftir sigurinn glæsilega í Finnlandi um síðustu helgi. Ljósmynd/GKÍ

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, 15 ára kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, sigraði á Evrópumeistaramóti 16 ára og yngri í golfi, European Young Masters, sem fram fór í Finnlandi og lauk um síðustu helgi.

Perla Sól er fædd árið 2006 og verður því 16 ára í haust. „Undirbúningurinn gekk mjög vel. Mig hefur alltaf langað til að vinna þetta mót og það var markmiðið hjá mér fyrir mótið,“sagði Perla Sól við Morgunblaðið. Hún keppti einnig á Evrópumótinu í fyrra og varð þá í sjöunda sæti.

Yfir 70 keppendur á mótinu voru með 0 eða lægri forgjöf. Lægsta for-gjöfin var -5 og 30 keppendur voru með -3 eða lægra í forgjöf á mótinu.