Eldflaugakerfið sem breytti gangi stríðsins
Bandaríkin hafa nú sent Úkraínustjórn minnst 16 HIMARS-eldflaugakerfi sem skotið geta mörgum eldflaugum á sama tíma og hæft skotmörk sín með mikilli nákvæmni. Óhætt er að fullyrða að kerfi þessi hafa breytt stöðunni á vígvöllum Úkraínu og stórskaðað stríðsrekstur Rússa. Hafa m.a. loftvarnasveitir þeirra átt í miklum vandræðum með að bregðast við eldflaugaregninu. En hvað er þetta HIMARS?
HIMARS er skammstöfun fyrir það sem á ensku kallast „High Mobility Artillery System“, en með mikilli einföldun má lýsa þessu kerfi sem eldflaugaskotpalli á hjólum. Með HIMARS er því hægt að stunda það sem kalla má „skjóta og skunda“. En lífslíkur eldflaugakerfisins stóraukast þegar hægt er að fjarlægja það með skjótum hætti af skotstað. Slíkt kemur í veg fyrir að óvinasveitir, í þessu tilfelli rússneski herinn, geti skotið á móti og grandað kerfinu.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.