Ætlum ekki bara að vera farþegar í þessu
„Ég var ánægður en hissa líka,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, í samtali við Morgunblaðið. Valur fer beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í október og sleppur við undankeppnina. Í riðlakeppninni mætir Valur fimm sterkum liðum heima og að heiman.
„Þetta var ekki það sem ég bjóst við, miðað við svörin sem ég hafði fengið þegar ég spurði hvar við kæmum inn í þessa keppni. Við vorum að gæla við að koma inn í 2. umferð en ég átti ekki von á að fara beint í riðlakeppnina,“ sagði Snorri og hélt áfram:
„Það er einhver styrkleikalisti, en ég er ekki alveg klár á því hvernig er raðað í hann eða hvað hefur áhrif á röðunina í honum. Við höfum verið að safna stigum með þátttöku í Evrópukeppni og unnið okkur upp listann. Það eru tólf lið sem fara beint í þessa riðlakeppni og við erum tólfta liðið inn. Ég hef aldrei velt þessum lista fyrir mér eða pælt í honum fyrr en akkúrat núna.“
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.