Endurskoðun hugtaksins
Það eru engar ýkjur að segja að við lifum á stórfurðulegum tímum og er ástandið hvergi skrítnara en í Bandaríkjunum.
Þannig gerðist það í júlí að birtar voru nýjar hagtölur sem sýndu að landsframleiðsla í Bandaríkjunum hefði dregist saman tvo ársfjórðunga í röð, sem er einmitt það sem hér um bil allir hagfræðingar nota sem viðmið, til að skilgreina hvenær samdráttarskeið er runnið upp.
Greinilegt var að bandarískir hægrimenn hugsuðu sér gott til glóðarinnar, enda fara fram þingkosningar í nóvember þar sem öll 435 sætin í neðri deild þingsins og þriðjungur sæta í efri deildinni eru í húfi. Minnkandi landsframleiðslu má hæglega rekja til aðgerða ríkisstjórnar Joes Bidens og væri leikandi létt fyrir repúblíkana að nota samdráttinn til að lumbra á demókrötum í aðdraganda kosninganna.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.