Að líta á uppsögn sem blessun
Bros Ragnhildar Aðalsteinsdóttur er stórt, ekta og einlægt; það hefur blaðamaður oft hugsað þegar hann skoðar myndir af henni á samfélagsmiðlunum. Þar sést hún gjarnan geislandi glöð úti í náttúrunni en þar segist hún einmitt njóta sín best. Ragnhildur var gestur blaðamanns í Dagmálum í vikunni og þar fórum við yfir lífshlaup hennar. Ragnhildur hefur komið víða við á tæpri hálfri öld og virðist alltaf hafa haft jákvæðnina að vopni.
Ljósmyndun fjarlægur draumur
„Ég er alin upp á bóndabæ fyrir austan, og þá meina ég ekki fyrir austan fjall, heldur á Austurlandi,“ segir Ragnhildur og bætir við að bær fjölskyldunnar heiti Vaðbrekka og sé í Jökuldalshreppi.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.