Fólk hélt ég myndi afreka mjög lítið

„Í Nepal var ég borin upp fjöll í körfu, ég …
„Í Nepal var ég borin upp fjöll í körfu, ég hef setið á jakuxa og verið borin á bakinu á ýmsum mönnum, ég hef setið á asnabaki og hestbaki og í Afganistan var ég borin eða sat á vespum. Það voru ýmsar hindranir á leiðinni en í raun fannst mér ég hafa aðgang að fleiri stöðum í þessum vanþróuðu löndum en á Vesturlöndum,“ segir Megan sem er hér í doktorsnámi. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir

Eftir að hafa villst um háskólasvæðið í úrhellisrigningu fann blaðamaður loks viðmælandann, hina 33 ára bandarísku Megan Lee Christiönu Smith, sem stundar hér doktorsnám við félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Megan þarf á hjólastól að halda en hún missti mátt eftir að hafa fengið mislinga aðeins tveggja ára gömul. Snemma á lífsleiðinni varð Megan staðráðin í að ferðast um heiminn og hefur hún fundið sína hillu í mannréttindabaráttu kvenna og fatlaðs fólks víða um heim.

Ég var uppreisnarunglingur

Megan er alin upp í Norður-Kaliforníu af einstæðri móður og á hún eina systur.