Fólk hélt ég myndi afreka mjög lítið
Eftir að hafa villst um háskólasvæðið í úrhellisrigningu fann blaðamaður loks viðmælandann, hina 33 ára bandarísku Megan Lee Christiönu Smith, sem stundar hér doktorsnám við félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Megan þarf á hjólastól að halda en hún missti mátt eftir að hafa fengið mislinga aðeins tveggja ára gömul. Snemma á lífsleiðinni varð Megan staðráðin í að ferðast um heiminn og hefur hún fundið sína hillu í mannréttindabaráttu kvenna og fatlaðs fólks víða um heim.
Ég var uppreisnarunglingur
Megan er alin upp í Norður-Kaliforníu af einstæðri móður og á hún eina systur.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.