Kröftuga baráttu og samtal við fólkið
„Að mörgu leyti er tímabært og ástæða til að verkalýðshreyfingin reki á næstunni kröftugri baráttu en verið hefur. Tóninn af hálfu viðsemjenda okkar er harðari en áður og því verður að svara. Samtök launþega hafa mikið afl sem nú kann að vera nauðsynlegt að nýta við gerð nýrra kjarasamninga,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands.
Hann tók við forystunni nú í ágústmánuði þegar Drífa Snædal sagði af sér. Hún bar við harðri gagnrýni frá forystufólki í einstaka stéttarfélögum, sem gerðu sér ógerlegt að sinna forsetaembættinu áfram. Því kom í hlut Kristjáns Þórðar að taka við keflinu sem hann heldur, að minnsta kosti fram að þingi ASÍ í október nk.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.