Þörfin fyrir lífsstílsbreytingu vó þyngst

Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir tilkynnti um liðna helgi í myndskeiði að hún væri hætt þátttöku í keppnisgolfi. Ólafía Þórunn, sem er 29 ára gömul, hefur verið atvinnukylfingur um átta ára skeið og komist lengst allra íslenskra kvenna í golfíþróttinni. Hún hefur til að mynda tekið þátt á LPGA-mótaröðinni, sterkustu mótaröð heims, þar sem hún tók þátt í öllum fimm risamótum kvenna í golfi og er Ólafía Þórunn eini Íslendingurinn sem hefur afrekað það.

Hún var kjörin íþróttamaður ársins 2017, varð Evrópumeistari í blandaðri liðakeppni með íslenska landsliðinu 2018 og stóð þrisvar uppi sem Íslandsmeistari í höggleik; árin 2011, 2014 og 2016, þegar hún lék á metskori, ellefu höggum undir pari.

En hvað kemur til að Ólafía Þórunn ákveður að leggja kylfurnar á hilluna núna? „Ég er búin að hafa svona tilfinningu innra með mér í ágætis tíma og núna er hún bara að verða sterkari. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu. Ég er búin að reyna að vinna í þessu.

...