Ýtt við minningasafni
Útför Mikhaíls Gorbatsjovs, síðasta sovétleiðtoga, fellur til á þessum útgáfudegi bréfsins. Morgunblaðið hefur, bæði í fréttum sínum og ritstjórnargreinum fjallað um andlát hans og um feril þessa óvenjulega manns, sem var allt annað eintak en einvaldsherrarnir sjö á undan honum. Var þar stiklað á sveiflum sem urðu eftir lát Stalíns. Bréfritari mun notfæra sér það svigrúm sem Reykjavíkurbréfið hefur lengi haft, að lúta ekki öðrum lögmálum en sínum eigin.
Enn um nútímamann
Hann hefur leyft sér að kalla Gorbatsjov fyrsta nútímamanninn sem skolaði inn í Kremlarkastala, og átti þar lokaorðið um hríð. Stalín hafði mörghundruð milljónir undirsáta, sem óttuðust hann eða elskuðu, en dó því sem næst einn, lamaður og bjargarlaus í setri sínu nærri Moskvu. Lífverðir hans höfðu ströng fyrirmæli um að opna ekki inn til hans án heimildar. Þegar nokkuð lengi höfðu heyrst framandi hljóð létu skelfingu lostnir varðliðar yfirstjórn vita að eitthvað væri að. Ekki...
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.