Karl konungur III. á valdastóli

Karl III. kemur í þinghúsið í fullum skrúða sem ríkisarfi …
Karl III. kemur í þinghúsið í fullum skrúða sem ríkisarfi og Prins af Wales nú í vor, og gýtur augum að heimsveldiskrúnunni, sem hann getur brátt loks sett upp eftir 70 ára bið. AFP

Sagt hefur verið að enginn maður í heiminum hafi verið jafnlengi í starfsþjálfun og Karl Englandskonungur III., sem var ríkisarfi í 70 ár. Hann er ekki óumdeildur maður og margir efast um að hann beri krúnuna jafnvel og móðir hans heitin, Elísabet mikla, eins og sumir kalla hana að fordæmi Boris Johnsons. En þá má líka hafa hugfast að að henni genginni og eftir öll þessi ár er enginn núlifandi maður annar með meiri reynslu af æðstu stjórn ríkis og alþjóðatengslum en einmitt Karl III.

Konungur fæddist í Buckingham-höll í Lundúnum 14. nóvember 1948, fyrsta barn krónprinsessunar Elísabetar og Filippusar manns hennar. Honum voru gefin nöfnin Karl Filippus Artúr Georg.