Markar kaflaskil eða allt fer í vaskinn

Vitalik Buterin á rafmyntaviðburði. Hann lítur á ethereum sem tæki …
Vitalik Buterin á rafmyntaviðburði. Hann lítur á ethereum sem tæki til að veita fólki frelsi. AFP

Willie Nelson er ekki eins og fólk er flest. Frægðin virðist ekki hafa stigið bandaríska sveitasöngvaranum til höfuðs og eru til ótal sögur af því hvað Willie er indæll og gegnheill.

Elsku Willie verður níræður á næsta ári og á langri ævi virðist ekki hægt að finna eitt einasta tilvik þar sem hann gerði annarri manneskju mein, nema kannski að hann var svolítið lengi að gera upp við sig hvaða konu hann vildi búa með. Hann átti þrjár eiginkonur þar til hann fann loksins þá fjórðu sem hann hefur haldið sig við frá árinu 1991.

Þvert á móti var Willie fórnarlamb illsku annarra: í fyrsta hjónabandinu þurfti hann að þola gróft líkamlegt ofbeldi af hálfu konu sinnar, og bæði umboðsmenn og fjármálaráðgjafar sviku hann. Enginn fór samt jafn illa með söngvarann og bandarísk stjórnvöld.