Sögulegur snúningur hjá Vinstri grænum
Í sérstakri umræðu á Alþingi í gær um varnar- og öryggismál talaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mjög afdráttarlaust um stefnu og stöðu Íslands í þeim efnum, svo mjög að spurningar vakna um hvort opinberrar stefnubreytingar sé að vænta hjá Vinstri grænum.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var frummælandi í umræðunni og taldi breytta stöðu í alþjóðamálum, einkum í ljósi Úkraínustríðsins, kalla á aukna þátttöku Íslands í vestrænu varnarsamstarfi, aukinn viðbúnað, stefnumótun og áætlanagerð.
Forsætisráðherra hóf mál sitt á að taka undir að árásarstríð Rússa í Úkraínu hefði haft í för með sér breytingar í öryggismálum á heimsvísu og þar væru Íslendingar ekki undanskildir. Jafnframt sagði Katrín að þjóðaröryggisstefnan frá 2016 hefði sannað gildi sitt og taldi víðtæka pólitíska samstöðu á þingi ríkja um það mat.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.