Mikil arðsemi af stórum verkefnum

Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá True North, á skrifstofu sinni …
Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá True North, á skrifstofu sinni þar sem sjá má minnisvarða um fyrri afrek við gerð stórra bíómynda. Morgunblaðið/Eggert

Kvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi hefur stökkbreyst á þeim rúmu tveimur áratugum síðan endurgreiðslur vegna framleiðslukostnaðar voru fyrst innleiddar. Iðnaðurinn hefur vaxið með hverri hækkun endurgreiðsluprósentunnar og mun ná nýjum hæðum eftir að samþykkt var á Alþingi í vor að hækka endurgreiðsluna í 35% vegna stærstu verkefnanna sem koma hingað til lands. Þetta er mat Leifs B. Dagfinnssonar, framleiðanda hjá TrueNorth, en nú eru tökur að hefjast á stærsta kvikmyndaverkefni sem ráðist hefur verið í hér á landi. Um er að ræða fjórðu þáttaröð sjónvarpsþáttanna True Detective sem HBO framleiðir. Leifur og hans fólk sér um framleiðsluna hér á landi en tökur munu standa yfir fram á vor og búast má við að heildarkostnaður við verkefnið hér á landi verði um tíu milljarðar króna.