Frávísun eða brottvísun eftir synjun
Útlendingastofnun segir að það fari eftir þeirri málsmeðferð sem umsókn fær hvort umsækjanda um vernd sé vísað brott í kjölfar synjunar eða ekki. „Umsækjendur sem fá umsókn sína afgreidda í forgangsmeðferð fá brottvísun og endurkomubann samhliða ákvörðun um synjun og er ekki veittur frestur til sjálfviljugrar heimfarar. Í forgangsmeðferð eru meðal annars afgreiddar umsóknir sem taldar eru bersýnilega tilhæfulausar en til þeirra teljast alla jafna umsóknir frá ríkisborgurum ríkja á lista yfir örugg upprunaríki,“ segir í svari stofnunarinnar. „Umsækjendur sem er synjað í öðrum tegundum málsmeðferðar fá frávísun frá landinu og tækifæri til að yfirgefa það sjálfviljugir. Fari þeir ekki innan þess frests sem veittur er til sjálfviljugrar heimfarar getur brottvísun komið til álita.“
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.