Kindur hafi meiri rétt en landeigandi

Morgunblaðið/Eggert

Breyting sem gerð var á lögum um búfjárhald 2002 veitti kindum í lausagöngu í raun beitarrétt á um einni milljón hektara af löndum í eigu annarra en fjáreigenda, að mati Jóns Guðmanns Péturssonar viðskiptafræðings. Hann er jarðeigandi og stundar skógrækt á jörð sinni. Jón Guðmann telur að með þessu ákvæði hafi verið brotið á eignarrétti sínum og óviðkomandi leyft að nýta gögn og gæði jarðarinnar.

Jón Guðmann varð fyrir því að kindur í eigu annarra fóru inn í skógræktina á jörð hans. Hann vildi að þær yrðu fjarlægðar og afhentar eigendum sínum. Sveitarfélagið vildi ekki gera neitt og ekki heldur lögreglan þegar til hennar var leitað.