Á ekki að verða stór vinnustaður
Stjórnendur sparisjóðsins indó (ritað með litlum upphafsstaf) hafa farið rólega af stað og gætt þess að taka ekki við of mörgum viðskiptavinum í einu. Tryggvi Björn Davíðsson stofnaði indó með Hauki Skúlasyni og segir Tryggvi að nú þegar séu um 1.500 manns komin í viðskipti við sparisjóðinn og um það bil 7.000 á biðlista en áhugasamir geta skráð sig á listann á heimasíðu indó.
Viðskiptavinirnir hafa verið duglegir að veita gagnlega endurgjöf og segir Tryggvi að frá því starfsemin hófst hafi indó að jafnaði gert um þrjár til fimm breytingar á dag á snjallsímaforriti bankans – bæði stórar og smáar – í takt við þær ábendingar og óskir sem viðskiptavinir hafa komið með.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.