Á ekki að verða stór vinnustaður

Tryggvi leggur til að reglunum verði hagað þannig að ekki …
Tryggvi leggur til að reglunum verði hagað þannig að ekki verði gerðar jafnstrangar kröfur til fjármálasprota og gerðar eru til stóru og rótgrónu félaganna. Síðan mætti smám saman auka kröfurnar eftir því sem sprotarnir stækka Ljósmynd/indó

Stjórnendur sparisjóðsins indó (ritað með litlum upphafsstaf) hafa farið rólega af stað og gætt þess að taka ekki við of mörgum viðskiptavinum í einu. Tryggvi Björn Davíðsson stofnaði indó með Hauki Skúlasyni og segir Tryggvi að nú þegar séu um 1.500 manns komin í viðskipti við sparisjóðinn og um það bil 7.000 á biðlista en áhugasamir geta skráð sig á listann á heimasíðu indó.

Viðskiptavinirnir hafa verið duglegir að veita gagnlega endurgjöf og segir Tryggvi að frá því starfsemin hófst hafi indó að jafnaði gert um þrjár til fimm breytingar á dag á snjallsímaforriti bankans – bæði stórar og smáar – í takt við þær ábendingar og óskir sem viðskiptavinir hafa komið með.