… út í kómískar ógöngur

Bragi Ólafsson leggur ekki upp með að skrifa kómíska bók, …
Bragi Ólafsson leggur ekki upp með að skrifa kómíska bók, persónurnar stýra því. Ljósmynd/Einar Falur Ingólfsson

Fyrir stuttu kom út skáldsagan Gegn gangi leiksins eftir Braga Ólafsson. Sagan gerist sjö árum eftir að ljóðskáldið Svanur Bergmundsson lýkur afplánun fyrir manndráp í miðbæ Reykjavíkur. Hann býr við Laufásveginn, í íbúð systur sinnar Lóu, sem er farin á heimili fyrir eldra fólk, en hún hefur sett íbúðina á sölu og það kemur í hlut Svans að sýna hugsanlegum kaupendum eignina. Sagan hefst þegar ungt par bankar upp á til að skoða íbúðina. Svanur er þá stundina að fylgjast með alþjóðlegu fótboltamóti í sjónvarpinu, og fljótlega kemur í ljós að hann á einnig fyrir höndum að spila fótboltaleik sjálfur, milli rithöfunda og útgefenda, ásamt skáldbróður sínum, Bóasi Valberg.