Kosningakerfi á hálum ís
Umræða um stjórnmál í Bandaríkjunum annars vegar og í öðrum lýðræðislöndum heimsins hins vegar lýtur ólíkum lögmálum. Þannig er lítill vafi á að stjórnmálamenn í Evrópulöndum, hvar sem þeir skipa sér annars í lið, telja langflestir að ásakanir Donalds Trumps um að hann hafi verið fórnarlamb svindls í kosningunum 2020 séu fráleitar, ef ekki ósiðlegar. En Trump situr við sinn keip, sannfærður um að án svindls hefði Biden tapað. Bréfritari veit ekkert um, hvort eitthvað sé til í ásökunum Trumps. En reynsla hans á Íslandi er, eins og annarra víðast í Evrópu, að aldrei sé ástæða til að ætla að úrslit ráðist af svindli. En það segir enga sögu um Bandaríkin. Trump er nefnilega ekkert sérstakt fyrirbæri í þessum efnum, þótt hann kunni að vera það í öðrum. Al Gore, sem tilkynnti útrýmingu ísbjarna og bráðnun íslensku jöklanna, sem var stórlega ýkt, vildi verða forseti Bandaríkjanna. Hann tafði það að hægt væri að birta úrslit forsetakosninga vikum saman, haustið 2000, því að hann vildi...