Litrík ættarsaga margra kynslóða
„Litrík ættarsaga með mörgum kynslóðum er klassískt skáldsagnaform sem mig dauðlangaði að reyna mig við,“ segir Pedro Gunnlaugur Garcia um skáldsögu sína Lungu þar sögð er saga tíu kynslóða sömu fjölskyldu. „Ég var til að byrja með ekki viss um hversu langt aftur ég ætti að rekja mig og hversu margar kynslóðir ég ætti að fanga,“ segir Pedro og rifjar upp að hann hafi á tímabili langað að rekja sig alla leið aftur á landnámsöld. „Fljótlega varð mér ljóst að það væri of mikið efni fyrir eina bók,“ segir Pedro kíminn og bendir á að Hús andanna eftir Isabel Allende hafi verið sér ákveðinn innblástur þegar kom að ættarsögunni.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.