Af hverju þarf alltaf að banna?
Frekar en að fara í útskriftarferð notaði ég síðasta sumarið í MR til að skjótast til Amman á tungumálanámskeið. Eins og reglulegir lesendur vita var ég duglegur að gera alls kyns Napóleonsplön á þessum aldri og fannst kjörið að reyna að ná smá tökum á arabískunni ef ég ætlaði að komast á toppinn hjá SÞ.
Ég komst ekki langt í náminu við Jórdaníuháskóla enda latur, óskipulagður og líkt og með T.E. Lawrence þegar hann bjó á þessum slóðum var ég ekki síst með hugann við það að leita uppi laglega unga menn. Fljótlega í náminu veiktist ég líka svo heiftarlega af magakveisu að ég var úr leik í heila viku, og fannst ég þá hafa dregist svo langt aftur úr í arabískunáminu að ég lét gott heita. Enn þann dag í dag kann ég ekki að telja upp að tíu á arabísku og þarf þó ekki að leita langt eftir kennara enda með agalega huggulegan Marokkóa á heimilinu. Ég læt duga að kalla Youssef minn „habibí“ af og til.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.