Óstjórn vestra minnir á ógöngur í Reykjavík
Bandarískir repúblikanar gengu vígreifir mjög til kosninga til beggja deilda þingsins í nóvember sl. Þeir höfðu góðar ástæður til þess, því að margt virtist þeim hagfellt og sumir myndu segja að mun betur áraði fyrir þá en áður.
Glæstar vonir gulna
Leiðtogi andstæðinganna, forseti alríkisins, Joe Biden, naut nú mun minna álits sem forseti en menn höfðu lengi séð dæmi um. Iðulega höfðu lægri mörkin verið miðuð við Jimmy Carter, þegar afrek forseta voru sett undir mæliker, en Joe Biden hafði strax á sínu fyrsta ári slegið Carter út, sem var töluvert afrek. Nær allar skoðanakannanir virtust benda ótvírætt til að repúblikanar myndu fá ríflegan meirihluta í fulltrúadeildinni og sennilega vinna meirihluta í öldungadeild, og ekki þótti óhóf að ætla að hann gæti jafnvel þýtt þriggja manna meirihluta þar. Repúblikanar töldu sig ekki hafa neina sérstaka ástæðu til að hafa vara á því að þeir væru víða á sigurbraut og jafnvel virtust óvæntir sigrar liggja...