Hvers á Depardieu að gjalda?
Við Youssef erum farnir að skoða það af fullri alvöru að kveðja Frakkland. Það er margt yndislegt við lífið í París en smám saman hefur runnið upp fyrir okkur að mínusarnir eru líklega fleiri en plúsarnir.
Sjálfum þykir mér verst af öllu hvað frönsk stjörnvöld leggja háa skatta á venjulegt launafólk en til að gera illt verra er skattkerfið svo flókið að það er borin von fyrir aðra en hámenntaða endurskoðendur að skilja hvað má og hvað má ekki. Samskiptin við franska stjórnsýslu eru heldur ekki til þess fallin að auka greiðsluviljann, og oft að ég spyr sjálfan mig að því hvernig í ósköpunum tekst að halda frönsku samfélagi gangandi, í ljósi þess hvernig yfirvöld ná að flækja sjálfsögðustu og einföldustu hluti.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.