Nú er lag, vilji menn hafa áhrif í Úkraínu
Mark Milley, hershöfðingi og yfirmaður bandaríska herráðsins, sótti í byrjun vikunnar heim herstöð Bandaríkjanna í Grafenwöhr í Þýskalandi í þeim tilgangi að fylgjast með þjálfun úkraínskra hermanna. Er þar verið að kenna réttu handtökin á Bradley-bryndreka, en stefnt er að því að þjálfa 500 Úkraínumenn í mánuði hverjum. Greint er frá þessu í hermiðlinum Stars and Stripes, sem starfar með heimild bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon.
„Þetta er engin venjuleg aðgerð,“ sagði Milley hershöfðingi við þá blaðamenn sem fylgdust með heimsókninni. „Þetta er eitt af þessum augnablikum í sögunni; vilji menn hafa áhrif þá er tíminn núna.“
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.