Þessi agalega ríka þörf
Þegar kemur að forræðishyggju og afskiptasemi á metnaður franskra stjórnvalda sér engin takmörk. Nýjasta uppátækið var að banna skyndibitastöðum að selja mat og drykk í einnota umbúðum til þeirra viðskiptavina sem borða á staðnum. Þeir sem taka matinn með sér eða fá hann sendan heim mega áfram fá frönsku kartöflurnar í pappírsvasa og gosið í vaxhúðuðu pappamáli með plastloki en viðskiptavinir sem setjast til borðs þurfa aftur á móti að fá máltíðina í margnota umbúðum. Er markmiðið með þessu að draga úr pappírs- og plastúrgangi svo að bjarga megi plánetunni.
Um er að ræða lítinn anga af umfangsmikilli umhverfisverndarlöggjöf sem ríkisstjórn Emmanuels Macrons kom í gegn árið 2020.
Skráðu þig inn til að lesa áfram
Til þess að lesa þessa frétt í fullri lengd þarftu að skrá þig inn.
Nýskráning er ókeypis og án skuldbindingar.